Fótbolti - Leiftur/Dalvík í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins

02.jún.2005  16:24

Dregið var í hádeginu í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins og drógumst við á móti þeim norðan mönnum í Leiftri/Dalvík. Leikurinn á venju samkvæmt að fara fram á þeirra heimavelli en upp hafa komið hugmyndir að hálfu norðan manna að færa jafnvel leikinn til Eyja, það skýrist vonandi fljótlega. Leikurinn mun fara fram annað hvort 19. eða 20. júní.