Fótbolti - Heimir Snær Guðmundsson til liðs við ÍBV

02.jún.2005  16:05

FH og ÍBV hafa náð samkomulagi um að Heimir Snær Guðmundsson leikmaður FH verði hjá ÍBV út þetta keppnistímabil. Heimir Snær er öflugur leikmaður sem var fyrirliði hins sigursæla 2. flokks FH sem vann Íslandsmótið fyrirnokkrum árum síðan án þess að tapa punkt í mótinu. Heimir getur spilað sem varnar- eða miðjumaður.

Við bjóðum Heimi velkominn til liðs við ÍBV.

Áhugsamir geta kíkt á æfingu í kvöld kl. 17.27 á Helgafellsvelli í kvöld en þar verður Heimir mættur sem og Jack Wanless, strákurinn sem vildi fá að spreyta sig hjá okkur en hann hefur áður verið á mála hjá Newcastle, Man. Utd og Sunderland og nú hjá okkur, ekki amalega ferna það.