Fótbolti - Góður sigur í fyrsta leik

18.maí.2005  15:26

Það er ekki hægt að segja annað en að Íslandsmótið hafi farið vel af stað hjá kvennaliði ÍBV en í kvöld tóku stelpurnar á móti ÍA.Þeir áhorfendur sem mættu tímanlega á leikinn klóruðu margir sér í hausnum og spurðu sig að því hvort handboltavertíðin væri ekki örugglega búin því eftir aðeins um sjö mínútna leik var staðan orðin 4-1, tölu sem minna mjög á byrjun í handbolta. En til að gera langa sögu stutta þá áttu nýliðarnir í ÍA aldrei möguleika í leiknum, lokatölur urðu 12:2 og trónir ÍBV því á toppi deildarinnar eftir fyrstu umferðina. Mörkin tólf skoruðu þær Elín Anna Steinarsdóttir 4, Bryndís Jóhannesdóttir 4, Hólmfríður Magnúsdóttir 3, Thelma Sigurðardóttir 1.

Næsti leikur ÍBV er svo á laugardaginn þegar stelpurnar sækja FH heim. Á næstu dögum er svo von á viðbót í hópinn til að styrkja liðið og vonandi halda stelpurnar áfram að hala inn stig í baráttunni á toppnum, því þar ætlum við svo sannarlega að vera.

Texti fenginn að láni á www.eyjafrettir.is