Ágætur sigur á Fylkismönnum í gær

06.maí.2005  12:44

Andrew Sam leikur með okkur í sumar

Strákarnir gerðu ágætisferð í Árbæinn í gær og báru sigurorð að Fylkismönnum 3 - 1. Fylkismenn byrjuðu leikinn betur og ógnuðu marki okkar örlítið en samt ekkert sem að fékk mann til að hafa verulegar áhyggjur. Hægt og rólega komumst við inn í leikinn og Andy Sam kom okkur yfir eftir varnarmistök Fylkismanna, og þannig stóð í hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við svo betri aðilinn og réðum að mestu eklyti ferðinni. Matthew Platt skoraði svo um miðjan hálfleik eftir góðan undirbúning Steingríms. Það var svo í blálokin sem Hrafn fékk boltann sparkaði langt út og boltinn skoppaði yfir varnarmenn Fylkis, Steingrímur stakk aftasta mann af og tók boltann viðstöðulaust á lofti af 25metra færi efst í markhornið fjær, glæsilegt mark.
Okkar menn spiluðu oft á tíðum vel í þessum leik og það brá oft fyrir skemmtilegum samspils köflum. Við áttu sigurinn svo sannarlega skilinn, ekki ætla ég að fara að taka neina sérstaka leikmenn út úr þessu. Fylkismenn voru daprir í gær, komu virkilega á óvart með því, þeir hafa fullt af fínum leikmönnum en það var eitthvað djúpt á því góða hjá þeim.

Birkir
Pétur - Andri - Palli - Bjarni Hólm
Platty - Squeak (Robinson) - Jeffsy - Magnús Már
Steingrímur - Andy Sam

Varamenn:
Bjarni Rúnar
Sæþór Jóh.
Hrafn

Meiddir eða veikir:
Adólf
Atli
Bjarni Geir
Einar Hlöðver

Andrew Sam handsalaði samkomulag við ÍBV fyrir þennan leik og verður því með okkur í sumar. Hann virkar við fyrstu kynni sem heilsteyptur karakter með góðan metnað og húmor og virðist vera tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir ÍBV. Hann hélt til London núna í morgun en kemur aftur eftir helgi þegar að hann er búin að taka saman í töskurnar sínar.