Handbolti - Strákarnir okkar leggja allt undir

05.maí.2005  09:15

Geir Sveinsson tjáir sig um leikinn Þrjú sæti laus í hópferð á leikinn

Í kvöld kl. 19:40 mæta drengirnir okkar Haukum í þriðju viðreign sinni gegn Haukum í úrslitum DHL deildar karla Við verðum að gera okkur grein fyrir því að með sigri þá erum við komin með heimaleik hér á laugardaginn og við vitum að við vinnum hann að sjálfsögðu og þá erum við komin í 5 leik og hreinan úrslitaleik að Ásvöllum á þriðjudag. En fyrsta hindrunin í þessu er í dag og við þurfum að koma með viljann og baráttuna í leikinn til að leggja Hauka að velli. Við hvetjum einnig Eyjamenn til að mæta á leikinn og styðja við bakið á drengjunum okkar.

Þá er þeim bent á að þau sem hafa áhuga að skella sér á leikinn úr Eyjum að hafa samband við Magga Braga í síma 897-1110. Nú eru 3 sæti laus í ferðina.

Hér fyrir neðan má sjá smá umfjöllun um leikinn sem birtist á www.visir.is í dag.

Haukar taka á móti ÍBV í þriðja leik úrslitanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Með sigri í leiknum geta Haukar tryggt sér titilinn en staðan er 2-0 liðinu í vil.

Fyrstu tveir leikir rimmunnar voru hnífjafnir og þurfti til að mynda að grípa til framlengingar til að ná fram úrslitum í þeim síðasta. Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, sagði að merkilegt hefði verið að sjá Eyjamenn springa á limminu í síðasta leik eftir að hafa haft leikinn í hendi sér.

"Það kom mér mjög á óvart því ég hélt að þeir yrðu sterkari á sínum heimavelli en þarna spilaði inn í reynsla Haukanna því þeir hafa jú verið í þessari stöðu áður," sagði Geir. "ÍBV er núna komið upp að vegg en ég neita að trúa því að Eyjamenn séu búnir að gefast upp. ÍBV hefur unnið Hauka á Ásvöllum í deildinni í vetur þannig að ég hef alveg trú á því að liðið geti klórað aðeins í bakkann og unnið útileikinn. Ég spái því og þá aðallega handboltans vegna til að halda lífinu í þessu.

"Fari Haukar með sigur af hólmi í kvöld verður það í fyrsta sinn sem karla- og kvennalið fer taplaust í gegnum úrslitarimmu gegn sama félagi. Geir taldi ÍBV hafa alla burði til að vinna og halda keppninni gangandi. "Svo verður það að koma í ljós hvort Eyjamenn standast þrýstinginn þegar á hólminn er komið," sagði Geir Sveinsson.

Tekið af www.visir.is