Fótbolti - Fylkir og Haukar framundan

04.maí.2005  13:13


Æfingaleikur við Fylki á morgun, fimmtudag
Æfingaleikur við Hauka á laugardaginn

Á morgun kl. 16.00 ætla ÍBV og Fylkir að leiða saman leikmenn sína í æfingaleik á platgrasi Fylkismanna uppi í Árbæ. Þetta verður að öllum líkindum síðasta æfingaleikur ÍBV á höfuðborgarsvæðinu fyrir mót.

Á laugardag verður síðan fyrsti leikurinn í Eyjum þetta sumarið er við spilum við lærisveina Daða Dervic hjá Haukum, sá leikur mun vera kl. 13 á laugardag.

ÍBV liðið, þ.e.a.s. þeir sem dvelja í höfuðborginni, munu koma til Eyja á föstudag og æfa þá um kvöldið, síðan er Haukaleikurinn kl. 13.00 á laugardegnum síðan verður grillað ofan í leikmenn um kvöldið og á sunnudeginum er svo æfing í hádeginu.