Handbolti - ÍBV eða Chelsea?

03.maí.2005  08:45

Ætlum við að styðja strákana? Strákarnir okkar mæta Haukum í kvöld kl. 19.40 í úrslitum DHL deildar karla. Þetta er mikilvægasti leikur í sögu karlahandboltans, en strákarnir eiga séns að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil en það tekst ekki nema með okkar stuðningi.

Það er marg oft sannað að áhorfendur skipta gríðarlega miklu máli og sérstaklega í leikjum sem þessum. Það er því nauðsynlegt að við mætum og hvetjum vini, fjölskyldu og vinnufélaga til að koma einnig.

Með samstilltu átaki tekst okkur að komast alla leið. En það tekst ekki ef við ætlum okkur að liggja fyrir fram sjónvarpið í kvöld.

Haukar ætla að fjölmenna til Eyja og eru um 70 stuðningsmenn þeirra væntanlegir með flugi í kvöld. Við verðum því að fjölmenna vel á leikinn og láta vel í okkur heyra til að láta Hauka ekki valta yfir okkur á pöllunum.