Handbolti - ÍBV-ÍR - Í dag klukkan 16:15

24.apr.2005  02:13
Í dag klukkan 16:15 mætast ÍBV og ÍR í oddaleik undanúrslita Íslandsmóts karla í handknattleik. Það lið sem sigrar í dag fer í úrslit og mætir þar Haukum sem eiga titil að verja. Fyrri tveir leikir liðanna hafa verið jafnir og spennandi og ljóst að í dag verður baráttan hörð.
 
Leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 16:15 og viljum við biðla til ykkar kæru stuðningsmenn að mæta í Íþróttahöllina og styðja strákana til sigurs. Í síðasta heimaleik var frábær stemming frá upphafi til enda og eins og einn leikmanna sagði þá er ekki hægt að tapa með slíkum stuðningi. Endurtökum stemminguna frá því síðast, stöndum með strákunum og sýnum hvað í okkur Eyjamönnum býr.
 
ÍR-inga bjóðum við velkomna til Eyja, jafnt leikmenn sem stuðningsmenn, og minnum í leiðinni á að trommur eru bannaðar í húsinu og gildir það jafnt um bæði lið. ÁFRAM ÍBV !!!