Handbolti - Erlingur í viðtali við Fjölsýn

19.apr.2005  13:43
Vill sjá "læti"  frá fyrstu mínútu á pöllunum í kvöld.
Erlingur Richardsson, þjálfari, var í viðtali við sjónvarpstöðina Fjölsýn.  Þar sagði hann m.a. að stuðningur áhorfenda skipti sköpum í viðreigninni við ÍR.  Hann vill fá áhorfendur vel með á nótunum frá fyrstu mínútu og það er allt í lagi að vera með mikið fjör og læti.
 
Nú er bara spurningin, tökum við Eyjamenn ekki áskoruninni?  Fyllum höllina og látum vel i okkur heyra frá fyrstu mínútu.
 
En hér má sjá viðtalið er birtist á www.eyjafrettir.is og Fjölsýn:
 
Ég myndi vilja sjá meira fjör á pöllunum strax á fyrstu mínútu og bara hreinlega læti. Fólk á að öskra, stappa, klappa og láta heyra vel í sér, strax í byrjun leiks.  Ég hef tekið eftir því að áhorfendur eru oft til baka til að byrja með, líka í kvennaleikjunum og bíða eftir einhverju frá leikmönnum.  Ég vil helst snúa þessu við, áhorfendur gefa tóninn og leikmenn fylgja eftir," sagði Erlingur.

Um leikina gegn ÍR sagði Erlingur að hann búist við erfiðri rimmu.

"Þetta verður erfitt. Ég spáði því fyrir leikina gegn Fram að það yrðu hörkuleikir og ég tel að þessir leikir verði ekkert síðri. Þeir eru stærra liðið þar sem þeir hafa unnið okkur þrisvar í vetur. Þar af leiðandi tel ég að þeir séu með yfirhöndinga gegn okkur. En heimavöllurinn getur gefið rosalega mikið. Við eigum líka harma að hefna eftir bikarleikinn sem endaði á skrautlegan hátt. Við eigum eftir að sanna okkur gegn þeim og sýna hvað við getum gert," sagði Erlingur í viðtalinu sem má sjá í heild sinni með því að smella á Fjölsýnarlogoið hér að neðan.