Handbolti - Heimta að sýna leikinn er fermingar standa sem hæst í Eyjum

17.apr.2005  02:45
Spurt að því hvort að ekki sé hægt að færa til fermingaveislunnar
HSÍ ákvað að setja leik okkar stelpna gegn Stjörnunni á kl 14:30 í dag þrátt fyrir mikil mótmæli ÍBV.  Ástæða mótmæla ÍBV voru þau að fermingar standa sem hæst þennan dag og verður stór hluti bæjarbúa í fermingaveislum, en við áætlum að 1/5 hluti bæjarbúa verði í veislum á meðan leiknum stendur.  Það er ekki það eina, heldur að auki eru nokkrar stórar ÍBV-fjölskyldur að ferma í dag sem á eftir að hafa enn verri áhrif á mætingu en ella.  Það var ástæða þess að við báðum HSÍ og RÚV um að fá leikinn hafðan aðeins seinna þennan dag t.d. kl. 16:00.  En það hefði breytt miklu fyrir bæjarbúa sem vildu mæta á leikinn. 
 
Nei segir HSÍ, okkur ber að þjóna RÚV og við ætlum að láta þá fá sitt fram og það skiptir ekki máli hvort að áhorfendur mæti eður ei.  Það er í lagi að spila þess vegna fyrir tómu húsi.  Áhorfendur eru aukatriði og sú stemming sem þeir skapa skiptir engu.  Þá er það fjárhagslega tap sem af þessu verður ekki málið í þessu samhengi að mati þessa háu herra sem þetta ákveða.  Það að RÚV hafi loks áhuga að sýna frá Eyjum skiptir sköpum.  Nú skal öllu tjaldað sem hægt er til að HSÍ og RÚV fái sitt fram.  Eigum við í Eyjum ekki bara að vera ánægð að loks vilji hinu háu herrar sýna frá Eyjum? 
 
Þá erum við í vandræðum með að manna starfsmenn á þennan leik þar sem flest okkar er koma að handboltanum í Eyjum erum í veislum á þeim tíma er leikurinn fer fram og því alls óvíst að okkar takist að fá þann fjölda af fólki sem þarf til að starfa í kringum leikinni.
 
RÍKISsjónvarpið sem "kallar" sig sjónvarp ALLRA landsmanna hefur ekki séð sóma sinn í að mæta til okkar í allan vetur þrátt fyrir frábæran árangur hér í handboltanum í vetur.  Við spyrjum hvað veldur?  Loks þegar þeir mæta þá erum við spurð að því af handboltaforystunni kl. 16:00 á laugardaginum hvort að það sé ekki bara hægt að færa til fermingaveislurnar í Eyjum á sunnudaginn?  Við könnum það lítilega, en er við vorum búin að reyna að tilkynna þetta til 200 manna af þeim sirka 800-1000 manna sem verða í veislunum þá gáfumst við upp.  Það var einnig smá vandamál við að þá hefðum þurft að fara að seinka Herjólfi til að þær fjölskyldur sem komnar voru til Eyja hefðu komist heim á sunnudeginum.  Þá áttum við alltaf eftir að tala við matarþjónsturnar um að hvort að 3-4 tíma seinkun á veislum væru nokkuð mál?  Þetta voru smá mál, aðal málið var að er að við gáfumst upp að hringja í eftir að vera búin að tala við 200 manns þar sem inneignin á símanum okkar var búin.
 
Það er sorglegt frá því að segja að RÍKISsjónvarpið, sem hefur einkarétt á sjálftöku af borgurum þessa lands skuli ekki sjá sér þann sóma í því að sinna landsbyggðinni sem og menningu og íþróttum betur en raun ber vitni.  Þar sem þrátt fyrir að bæði kvenna- og karlalið ÍBV hefðu endað í 2. sæti í deildunum þá sá RÍKISsjónvarpið sér ekki fært að mæta einu sinni til Eyja.  Ég get einnig ábyrgst að það er örugglega innan við 20 mín sem sýnt hefur verið óbeint í íþróttum Frétta, Handboltakvöldi eða Helgarsporti frá handboltaleikjum sem fram hafa farið í Eyjum á þessum vetri.  Maður kann að spyrja sig þá að því í hvað fara SKATTPENINGAR OKKAR? 
 
Þar sem eina einkarekna sjónvarpsstöð landsins sýnir meir frá körfunni á landsbyggðinni en hið RÍKISrekna RÍKISsjónvarp.  Það er einnig gaman að sjá það að RÚV passar sig á því að sýna alltaf aðra leiki í úrslitkeppninni þegar ÍBV á fyrsta heimaleik en sýna síðan ÍBV er það leikur í Reykjavík.  Ástæða þess að við kvörtum yfir þessu ætti öllum að vera ljós, félög leggja mikið upp úr því að selja auglýsingar á sínum heimavöllum en er lið nýtur ekki sammælis miðað við önnur lið í útsendingum miðað við árangur þá hlítur að vera einhver sérstök skýring á þessu og við viljum fá að vita hver hún er?
 
Við höfum því ákveðið að taka starfsmenn RÚV okkur til fyrirmyndar og mótmæla í hástert þeirra "PÓLÍTÍSKU" vinnubrögðum og ætlum að berjast fyrir því að við njótum jafnræðis. 
 
(Þess ber að geta að undirriatður sendi bréf til yfirmanns íþróttadeildar RÍKISsjónvarpsins þann 01.04.2005 þar sem spurt var um þær mínútur sem Eyjaliðið hefur fengið sýndar hjá RÍKISsjónvarpinu.  Þessu bréfi hefur enn ekki verið svarað.)