Handbolti - Leikur ÍBV og Stjörnunnar í beinni á RÚV í kvöld

14.apr.2005  10:19
Í kvöld mætast lið ÍBV og Stjörnunnar í annað sinn í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik. Leikurinn fer fram í Garðabæ og hefst klukkan 19:40. Okkar stelpur sigruðu í fyrsta leiknum eftir æsispennandi baráttu og því ljóst að Stjörnustelpur munu selja sig dýrt í kvöld til að reyna að landa sigri. Ef ÍBV nær sigri í þessum leik eru þær komnar í úrslit Íslandsmótsins í 5. sinn á sex árum en Stjarnan komin í sumarfrí.
 
Ljóst er að stuðningur áhorfenda mun skipta sköpum í kvöld. Öruggt er að Garðbæingar munu flykkjast á völlinn til að hvetja sínar stelpur til dáða og því mikilvægt að Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu taki sig saman, skelli sér í Garðabæinn og styðji stelpurnar til sigurs í þessum miklvæga leik. Leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 19:40 og fer fram í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ.
 
Rétt er að benda á fyrir þá Vestmannaeyinga sem verða eftir á Paradísareyjunni að allur leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV.