Handbolti - Ester Óskarsdóttir Eyjamaður vikunnar hjá Fréttum

11.apr.2005  21:30

Stúlkurnar í unglingaflokki hafa blómstrað í vetur.

Unglingaflokkur kvenna hefur náð frábærum árangri í vetur.  Þær áttu svo sannarlega skilið að leggja hið geysiöfluga lið Stjörnunnar að velli í 8 liða úrslitunum en töpuðu með einu marki, eftir að hafa leitt nánast allan leikinn.  Þarna undirstrikuðu þær styrk sinn og ég held að það sé ekki ofsögum sagt að liðið sé í hópi 4 sterkustu liða landsins í þessum flokki.  Það er mikil breyting frá árunum á undan þar sem við höfum verið í erfiðleikum með að halda úti þessum flokki.  En með elju og dugnaði allra leikmann og þjálfara hefur þessi flokkur náð að blómstra í vetur.  Flokkurinn varð m.a. Deildarmeistari í 2. deild um þar síðustu helgi. Ein af lykil-leikmönnum liðsins er hin stórefnilega Ester Óskarsdóttir sem stendur í ströngu þessa dagana því ásamt því að landa titlum fyrir annan flokk er hún sífellt að spila stærra hlutverk innan meistaraflokksliðs ÍBV þó enn sé hún ung að árum.  Það er því vel við hæfi að Ester Óskarsdóttir er Eyjamaður vikunnar.

Nafn: Ester Óskarsdóttir.

Fæðingardagur: 11. maí 1988.

Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.

Fjölskylda: Mamma Lóa, pabbi Óskar Freyr, Davíð Þór stóri bró + Birna mágkona og Brynjar Karl litli bró.

Draumabíllinn: Ford Focus.

Uppáhaldsmatur: Fiskibollur í dós og svo kemur hamborgara-hryggurinn alltaf sterkur inn.

Versti matur: Rauðkál fer ekki inn fyrir mínar varir.

Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Flest allt nema kántrý

Uppáhalds vefsíða: Er bara mikið í að skoða íþróttasíður og svo er alltaf gaman að skoða síðuna hjá Guðrúnu vinkonu minni.

Aðaláhugamál: Handboltinn númer 1, 2 og 3 og svo eru það nokkrir vinir

Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ítalía er mjög falleg og svo eru það alltaf Vestmanna-eyjar

Hvaða mann/konu myndir þú helst vilja hitta úr mannkyns-sögunni: Væri bara helst til í að fá að hitta þýska og sænska landsliðið eins og það leggur sig.

Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag: Lít mjög mikið til Önnu Úrsúlu sem er í Gróttu/KR, hún er ung og efnileg og svo er mikil barátta í henni.

Ertu hjátrúarfull? Nei, ekki lengur.

Stundar þú einhverja íþrótt: Já ég er eitthvað að glugga í hand-boltann.

Uppáhaldssjónvarpsefni:Íþróttir, þar af mest handboltaefni.

Besta bíómynd sem þú hefur séð: Nýtt líf og Löggulíf fá mig alltaf til að brosa og jafnvel hlæja.

Er þetta öflugur árgangur sem er að koma upp í hand-boltanum? Já ég myndi segja það. Það sést kannski bara á unglingaflokknum okkar, þar erum við að gera góða hluti og erum t.d. nýkrýndir deildarmeist-arar í 2.deild og erum á leiðinni að spila í 8 liða úrslitunum á sunnudaginn.

Er ÍBV með sterkasta liðið í þínum árgangi? Nei, ég segi nú ekki það sterkasta en við erum með gott lið. Eigum að vera með 4 efstu liðunum. Það kemur í ljós og sunnudaginn hvort við erum það þegar við spilum á móti Stjörnunni sem er í 2. sæti í 1. deild en við eigum alveg að geta unnið þær bara ef við og fólkið í kringum okkur hefur trú á okkur.

Nú hefur þú verið að spila með meistaraflokki líka, hvernig leggst framhaldið í þig þar? Bara nokkuð vel. Við eigum harma að hefna á móti þeim sem við spilum í 4 liða úrslitunum á þriðjudaginn svo ég held að við klárum það hiklaust. Látum þetta lið ekki fara illa með okkur aftur

Eitthvað að lokum: Hvet bara fólk til að mæta á síðustu leikina hjá okkur, bæði kvenna og karla. Það er nú ekki mikið eftir af þessum vetri svo það er um að gera að láta sjá sig, svo þurfum við líka á stuðningi að halda.

 

Tekið af mestu úr vikublaðinu Fréttir.