Fótbolti - James Robinson til Portúgal

01.apr.2005  15:06

Náðst hefur loksins samkomulag við James Robinson, miðjumann, sem spilað hefur fyrir Crewe síðastliðin 14 eða allt frá því að hann byrjaði að spila með U-8 ára liði þeirra. Hann fékk sig lausan frá Crewe núna í vikunni þrátt fyrir að eiga eftir 1 ár af samningi sínum við liðið, þar sem honum fannst hann ekki alveg fá þau tækifæri sem hann átti að fá. James á að baki eina 14 deildarleiki með liði Crewe í næst efstu deild og náði að skora eitt mark á þeim tíma go var aþð gegn Ipsxich i leik sem endaði 6-4 fyrir gömlu félaga Hemma Hreiðars. James er fæddur og uppalinn í Liverpool og ég geri ráð fyrir að hann eins og Jeffsy og Matt Garner haldi með vinsælla Liverpool liðinu eða þ.e.a.s. Everton.

Matt Garner virðist stefna á skurðarborðið vegna meiðsla sem gætu þýtt að hann verður frá í 3 mánuði – og

það mun útiloka hann frá að koma til Íslands í sumar, til að spila en hann hefur spurt um leyfi, ef að þessi meiðsli eru eins og haldið er hvort hann geti ekki komið og æft hér í sumar og að sjálfsögðu stendur honum það til boða.

Við erum einnig búnir að vera í sambandi við 2 kana og einn Suður-Afríkumann, jafnframt því sem Crewe er en að ræða við 2 stráka í þeirra herbúðum. Einnig hringdi í okkur leikmaður sem við töluðum við í fyrra frá Trinidad & Tobago, en við ákváðum eftir nokkra hugsun að taka hann ekki.

Held að ég hafi engu að bæta við þetta að sinni. Það er leikur við Breiðablik á sunnudaginn klukkan 4 í Fífunni- nánar um það um helgina.

 

Góða helgi