Handbolti - Stelpurnar okkar lögðu FH að velli 25-21

09.mar.2005  21:24
Höfðu yfirhöndina allan leikinn.
Stúlkurnar okkar sigruðu FH í kvöld 25-21.  Sigur okkar stúlkna var aldrei í hættu og leiddu þær frá byrjun þótt ýmislegt hefði betur mátt fara í leik okkar stúlkna þá höfðu þær yfirhöndina allan leikinn.  Það jákvæða við þennan leik var að við fengum ekki nema 21 mark á okkur þótt Florentina hefði ekki átt stórleik í markinu.
 
Okkar stelpur byrjuðu leikinn að miklum krafti og komust m.a. 7-1 en FH tókst að breyta stöðunni síðan í 10-6.  Staðan í leikhlé var síðan 13-8.  Oft sást til góðra tilþrifa hjá okkar stúlkum í sókninni og höfðu þær leikinn í hendi sér allan fyrri hálfleik.
 
Í þeim síðari slökuðu okkar stelpur aðeins á og FH stelpur mættu grimmari til leiks.  Niðurstaðan var samt sem áður gott og sanngjarn sigur 25-21.  Okkar stelpur verða samt sem áður að eiga betri leik en þetta í næstu tveim leikjum ef við ætlum okkur Deildarmeistaratitlinn.  Það var gaman að að sjá Eddu koma aftur til leiks eftir að hafa verið frá að undanförn og stóð hún sig vel þann stutta tíma sem hún lék.
 
 
Markaskorarar ÍBV voru:
Alla Gokorian 10, Anastasia Patsion 5, Eva Björk Hlöðversdóttir (sjá mynd uppi) 4, Darinka Stefanovic 2, Elísa Sigurðardóttir 1, Edda Björk Eggertsdóttir 1, Hildur Dögg Jónsdóttir 1 ogTatjana Zukovska 1.
 
Florentina Grecu stóð vaktina allan tíman í markinu og varði 12 skot.
 
Markaskorarar FH voru:
Dröfn Sæmundsdóttir 10, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 4, Sigrún Gilsdóttir 3, Bjarný Þorvarðardóttir (sjá mynd til hliðar) 2, Gunnur Sveinsdóttir 1 og Berglind Björgvinsdóttir 1.
 
Kristín Guðjónsdóttir var í marki FH allan tíman og varði ágætlega.
 
Dómarar voru Bjarni Ingimarsson og Júlíus Sigurjónsson.
 
Áhorfendur voru 150.