Handbolti - Frábær sigur á Íslandsmeisturunum

05.mar.2005  23:11
Strákarnir okkar báru í dag sigurorð á Íslandsmeisturum Hauka með 30 mörkum gegn 25 mörkum gestanna.  Sigur ÍBV var sanngjarn í þessum leik þar sem okkar drengir voru betri allan leikinn og sigurinn aldrei í hættu.
 
Góð byrjun drengjanna kom Haukum í opna skjöldu og komust við m.a. í 10-3 um miðjan fyrri hálfleik.  Leikmenn Hauka gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn fyrir leikhlé niður í 14-11.
 
Í þeim síðari var það sama upp á tenignum, okkar strákar voru betri á öllum sviðum og var liðið að spila vel sem heild.  Skynsamir í sókn, góð vörn og frábær markvarsla.  Munum að þessi drykkur er það sem við þurfum að panta næstu mánuðina er við förum á Lundann og í ÍþróttaHÖLLINA.  Munum að um leið og þessi drykkur hættir að verða í boði þá er hættan vís fyrir okkar lið.
 
 
 
 
Það var gaman að sjá hvað Jói er að finna sig vel í markinu þá átti Kári einnig mjög góða innkomu í síðari hálfleik.  Björgvin Þór Rúnarsson var að spila sinn fyrsta leik í vetur eftir að hafa tekið fram skóna að nýju og æft með liðinu seinustu vikur.  Hann átti mjög góða innkomu í hægra hornið og mun veita Samma og Leif aðhald um þá stöðu.  Þá var Sigurður Ari skynsamur í sókninni eins og hann hefur verið í síðustu leikjum og er þessi fína spilamennska hans liðinu gríðarlega mikilvæg. Annars voru allir leikmenn að spila vel og það var það sem skóp þennan sigur öðru fremur.
 
Markaskorarar ÍBV voru:
Tite Kalandadze 8, Samúel Ívar Árnason 6/5, Robert Bognar 5, Sigurður Ari Stefánsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Björgvin Þór Rúnarsson 2, Zoltan Belaný 2
 
Jóhann Ingi Guðmundsson átti frábæran leik í markinu og varði 19 skot þar af 2 víti og Þorgils Orri Jónsson 1 skot.
 
Markaskorarar Hauka voru:
Ásgeir Örn Hallgrímsson 6, Jón Karl Björnsson 5, Andri Stefan 4, Þórir Ólafsson 4, Vignir Svavarsson 3, Magnús Magnússon 1, Matthías Ingason 1 og Sigurður Örn Karlsson 1.
 
Dómarar leiksins voru:
Magnús Björnsson og Ómar Ingi Sverrisson
 
Áhorfendur voru:
200-250