Óskar Freyr Brynjarsson færði Jóhanni Péturssyni lyklana.

25.feb.2005  13:30
Aðalfundur félagsins var haldinn í gærkvöldi. Óskar Freyr Brynjarsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku eftir þriggja ára setu í því embætti, borin var upp tillaga um Jóhann Pétursson lögmann sem næsta formann félagsins. Jóhann Pétursson hlaut rússneska kosningu.  Óskar Freyr skilar góðu búi, skuldir félagsins hafa lækað um 35 milljónir á þessum tíma og árangur á íþróttasviðinu verið mjög góður.
 
Félagið þakkar fráfarandi formanni festu í rekstri og frábær störf. Jóhanni Péturssyni nýr formaður er boðinn velkominn og óskað velfarnaðar í starfi.