Fótbolti - Guðmundur var með markmannsnámskeið

23.feb.2005  10:18
Dagana 19. og 20. febrúar var Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari landsliðsins hér í Eyja og var með æfingar og kennslu fyrir markmenn í yngri flokkum ÍBV. Er þetta í fyrsta skiptið sem sérstakur markmannsþjálfari kemur til Eyja og er með kennslu og var það löngu orðið tímabært. Mjög góð mæting var á námskeiðið hjá okkar ungu markmönnum og einnig voru þjálfarar félagsins hvattir til að mæta og fylgjast með, svona til að bæta æfingum í safnið, því við vitum jú öll að markmenn eru ekki eins og aðrir leikmennn. Óhætt er að segja að menn hafi lært mikið af þessu og virtist ríkja almenn ánægja með þetta þarfa framtak félagsins í lok námskeiðsins.
Við látum hér fljóta með nokkrar myndir af námskeiðinu, svona svo að fólk haldi ekki að við séum að plata, gaman að sjá að einbeitningin skein úr hverju andliti.