Handbolti - Yfirlýsing frá Erlingi Richardssyni þjálfara meistaraflokks karla ÍBV.

15.feb.2005  12:19

Ég sagði aldrei að stuðningsmenn ÍBV væru fífl, þvert á móti. Ég var mjög ánægður með stuðningsmenn ÍBV á bikarleiknum og hef verið það í allan vetur. Hins vegar létu örfáir stuðningsmenn illa og köstuðu einhverju klinki inná leikvöllinn. Aðspurður af fréttamanni DV tók ég undir að slík háttsemi væri óæskileg.
Ég var ánægður með þá ákvörðun stuðningsmanna ÍBV að mótmæla dómgæslunni og ganga út.
Mér þykir vænt um stuðningsmenn okkar og vona að við látum þetta ekki trufla okkur í komandi baráttu.
Það eru titlar eftir sem við ætlum okkur að vinna saman.
Að lokum óska ég enn og aftur ÍR til hamingju með sigurinn.

Erlingur Richardsson