Handbolti - Góður sigur hjá strákunum á Haukum

09.feb.2005  23:44
Strákarnir okkar unnu góðan sigur á Haukum í kvöld að Ásvöllum 32-36.  Haukar komust í 1-0 en eftir það leiddu strákarnir okkar leikinn allan tímann og komust m.a. í 9-11 og leiddu síðan í hálfleik 15-18. 
 
Í upphafi síðari hálfleik byrjuðu okkar strákar að miklum krafti og skoruðu 3 fyrstu mörk fyrri hálfleiks og komust þar með í 15-21.  Strákarnir héldu síðan áfram að auka muninn og leiddu m.a. 19-26 og náðu síðan mesta mun í leiknum, 8 marka forystu, 22-30.  Eftir það var ekki spurning hvorum megin sigurinn mundi enda og unnur okkar strákar eins og áður sagði góðan sigur á Haukum.
 
Það var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp þennan sigur.  Þar fór fyrirliðinn Sigurður Bragason fyrir sínum mönnum og sýndi hvers hann er megnugur.  Enda var hann búinn að lofa undirrituðum í morgun frábærri baráttu sem mundi skapa sigur okkar stráka.  Drengurinn stóð við þau orð og gott betur, átti mjög góðan leik og stjórnaði liðinu eins og herforingi.
 
 
En framundan er einn erfiðasti leikur karlaliðsins í langan tíma er þeir sækja ÍR heim á laugardaginn í undanúrslitum SS-Bikarsins.  Sigrar undanfarið telja ekkert þar.  Þar mun það skipta sköpum hvernig okkar drengir munu spila vörn og hvernig markvarslan verður.  Einnig hvernig þeir verða stemmdir, ef baráttan, viljinn og grimdin verður til staðar þá munum við vinna ÍR.  Stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli í þeim leik og það er vonandi að Eyjamenn fjölmenni á leikinn.  Þess má geta að hægt er að kaupa pakkaferðir á leikinn í Týsheimilinu og Dekkverkstæðinu og kostar t.d. aðeins 4.000 kr. fyrir fullorðna (Herjólfur, rúta og miði á leikinn).
 
Markaskorarar ÍBV voru:
Samúel 8/5, Tite 6, Svavar 6, Róbert 5, Davíð Þór 3/1, Kári 3, Siggi Braga 2, Sigurður Ari 2 og Grétar 1.
 
Roland varði 20 skot þar af 1 víti og Jói 3 skot og þar af 1 víti. 
 
Markaskorarar Hauka voru:
Andri Stefan 10, Halldór 6, Jón Karl 6, Vignir 5 og Freyr 5.
 
Birkir Ívar stóð vaktina í markinu og varði ágætlega.