Handbolti - Stelpunum okkur sparkað út úr SS-Bikarnum

08.feb.2005  23:42
Stelpurnar okkar töpuðu fyrir Gróttu/KR í kvöld í undanúrslitum SS-Bikarsins 30-32, eftir að hafa verið undir 14-15 í hálfleik.  Við vorum undir allan mest allan leikinn fyrir utan miðjan síðari hálfleik er við náðum tveggja marka forystu en við náðum að tapa því niður og Grótta/KR vann sanngjarnan sigur.
 
Sorglegt var að tapa þessum leik en okkur vantaði viljann og baráttuna til að ná að sigra þennan leik.  Þetta þurfum við að laga fyrir næstu leiki og koma grimmar til leiks með viljann og baráttuna að vopni en það er einmitt það sem hefur vantað í leik okkar undanfarið.
 
Hver ástæðan fyrir þessu er ekki gott að segja en eitt er víst að þessi niðurstaða er hvergi nógu ásættanleg fyrir alla aðila.  Eyjamenn, stjórn, leikmenn og þjálfarar verða að skoða sinn gang ef við ætlum okkur að vinna einhverja titla á þessu tímabili. 
 
Að leik loknum þurfum við að skoða hvað við getum gert betur til að bæta leik og umgjörð okkar liðs.  Við verðum að vera tilbúin að ræða þessa hluti og reyna að vinna í því sem við teljum að betur megi fara.
 
Áhorfendur hafa oft verið fleirri á leik sem þessum og við Eyjamenn þurfum einnig að muna að til að árangur náist þurfum við öll að hjálpast að.  En því miður erum við allt of gjörn á að gagnrýna aðra en að taka þátt í að gera hlutina betri í sameiningu.  Við getum allt ef við bara viljum og stöndum saman.  En það er þessi stóra spurning, erum við tilbúin að leggja ýmislegt á okkur í sameiningu til að ná settu marki.
 
Markaskorarar ÍBV voru:
Anastasia 8, Zsofia 8/2, Darinka 5, Guðbjörg 4, Alla 4/3 og Tatjana 1. 
 
Flora varði 21 skot þar af 3 víti.
 
Markaskorarar Gróttu/KR voru:
Arndís 8, Eva Margrét 6, Anna Úrsúla 5, Arna 4, Íris Ásta 3, Inga Dís 3, Gerður Rún 2 og Sóley 1.