Handbolti - "Þá verða bein brotin og útlendingar öskra.."

07.feb.2005  03:17
Það er skemmtilegt að frétta af jákvæðum hugsunum í garð okkar liðs af vinkonum okkur í Gróttu/KR.  Er maður lítur síðan á heimasíðu Gróttu/KR stelpna og sér ósköpin þá vonar maður svo innilega að Eyjamenn og stelpurnar okkar muni taka vel á móti Gróttu/KR er þær mæta til Eyja á þriðjudaginn.
 
En hér má sjá hvað Gróttu/KR stelpur segja um okkar lið á heimasíðu sinni.
 
"....nú er bara spuring hvort útlendingarnir þori upp á land að spila við okkur á laugardaginn...."

"Þá verða bein brotin og útlendingar öskra..."

Setningar innan sviga eru teknar af heimasíðu Gróttu/KR (http://blog.central.is/grottustelpur/) stúlkna .