Handbolti - Stelpurnar okkar sigruðu Gróttu/KR 24-27

05.feb.2005  13:55
Stelpurnar okkar sigruðu Gróttu/KR 24-27 eftir að hafa leitt í hálfleik 12-14.  Stelpurnar okkar voru yfir allan leikinn og náðu mest 5 marka forystu í fyrri hálfleik, en Grótt/KR náði að minnka muninn í 2 mörk fyrir leikhlé.  Í þeim síðari náðu Gróttu/KR stelpur að minnka muninn í 1 mark en lengra komust þær ekki og okkar stelpur náðu að landa góðum sigri.
 
Að sögn Alfreðs var þetta ekki góður leikur af okkar hálfu, "Við komum frekar seint á svæðið og náðum í raun aldrei að komast í takt við leikinn. Við vorum 18 mínútur útaf í leiknum og fengum dæmd á okkur alls 15 víti. Grótta/KR var aðeins í 8 mín út af og fengu þær dæmd á sig aðeins 5 víti".  
 
Markaskorarar ÍBV voru:
Alla Gokorian 3
Anastasia Patsiou 6
Darinka Stefanovic 4
Eva Björk Hlöðversdóttir 1
Guðbjörg Guðmannsdóttir 2
Zsofia Pasztor 6
Tatjana Zukovska 5
 
Florentina Grecu varði 19 skot og þar af 3 víti
 
Helstu markaskorarar Gróttu/KR voru:
Arna Gunnar 9
Eva Margrét 5