Handbolti - Hópferð á Bikarleikinn gegn ÍR á hreint ótrúlegu verði

31.jan.2005  01:15
Sala hefur hafist í hópferð sem farin verður á leik ÍR og ÍBV í undanúrslitum SS-Bikar karla sem fram fer laugardaginn 12. febrúar nk. kl. 13:30. 
 
Fyrstu 100 miðarnir eru á sérstöku tilboði og einnig fylgir þeim ÍBV-tattú,  Miðarnir eru seldir í Týsheimilinu og við hvetjum fólk að líta þar við sem fyrst og fjárfesta í pakka á þennan væntanlega frábæra leik. 
 
Allir þeir sem fóru með karlaliðinu norður geta vitnað um þá stemmingu sem var þá og ekki verður stemmingin síðri nú.  Ætlunin er að gera þetta að sannkallaðri skemmtiferð þar sem tvinnast saman gott fólk, frábær handbolti, tónlist og söngur.
 
Munum bara að við þurfum að standa saman til að skapa þessa stemmingu.  Mætum því í þessa ferð og styðjum við bakið á strákunum.  Þetta veltur því á þér Eyjamaður góður, við hvetjum þig til að mæta og taka með þér t.d. börn, fjölskylduna, vinnufélaga, vini eða kunningja.  Hjálpumst öll að gera þetta að frábærum degi.
 
Við vitum að það er mikill áhugi á höfuborgarsvæðinu fyrir leiknum og við trúum því að það verði frábær stemming.  En það væri sorglegt ef við Eyjamenn nýttum okkur ekki tækifærið og skelltum okkur á þennan frábæra leik.
 
Við tölum oft um samheldni og samvinnu Eyjamanna.  Hér er tækifæri fyrir Eyjamenn hvort sem heldur þeir búa á Eyjunni fögru eða hafa flúið land að sýna hvers við Eyjamenn erum megnug er við stöndum saman.  Tökum nú öll þátt í að fara á þennan leik og styðja við bakið á strákunum.  Sýnum landanum hvers megnugt ÍBV er.
 
Það er frábært verð í þessa ferð og því ættum við öll að geta séð okkur fært að mæta. 
Verð fyrir fullorðna aðeins kr. 4.000
Verð fyrir unglinga, þau sem eru í skóla og einnig önnur þau er borga einungis eina einingu (14 ára og eldri), aðeins kr. 2.500
Verð fyrir börn (12-13 ár) aðeins kr. 1.800
Verð fyrir börn (7-11 ára) aðeins kr. 1.100
Verð fyrir börn (0-6 ára) aðeins kr. 600
 
Pakki þessi inniheldur:
Ferðir með Herjólfi
Ferðir með rútu
Miði á leikinn
 
Hægt er síðan að kaupa ÍBV bol á kr. 500 aukalega.
 
Ferðaáætlunin er sem hér segir á laugardeginum 12. febrúar nk:
Farið með Herjólfi kl. 08:15
Farið með rútu frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur og verður farið beint í "létta upphitun" sem verður fyrir leik og hefst kl. 12:00 stundvíslega.  Staðsetningin á henni verður nánar auglýst síðar.  Þar verður brjáluð Eyja-stemming og munum við hita þar vel upp fyrir leik.  Síðan um kl. 13:00 munu rútur ferja mannskapinn í Austurbergið þar sem fjörið byrjar og við munum koma okkur vel fyrir á pöllunum.
Leikurinn hefst síðan kl. 13:30.
Rútur munu síðan ferja liðið í Þorlákshöfn strax að leik loknum.
Herjólfur fer síðan úr Þorlákshöfn kl. 16:30
Koma til Eyja verður 19:15 stundvíslega.
 
Við viljum sérstaklega þakka, Landfluttningum-Samskip fyrir það að gera þessa ferð mögulega og eiga Guðfinnur og hans fólk heiður skilið fyrir að gera okkur mögulegt að bjóða Eyjamönnum upp á að sjá þennan frábæra leik.