Handbolti - Unglingaflokkur vann góðan sigur á Fram-2

28.jan.2005  23:57
Unglingaflokkurinn heldur áfram að standa sig vel og vann Fram-2 í kvöld 34-23 eftir að hafa leitt í hálfleik 13-12.  Það er greinilegt að stelpurnar eru á réttri leið og verður gaman að fylgjast með þessum stelpum á næstu árum.
 
Stelpurnar eru að uppskera það sem þær hafa lagt á sig í vetur.  Þetta er lítill en góður hópur og geta allar þessar stelpur náð langt á handboltavellinum ef þær hafa áhuga á því.  Til að ná að lengra þurfa þessar stelpur að leggja á sig mikla vinnu við æfingar og við verðum að vona að þessar stelpur séu tilbúnar til þess.  Þar sem ef þær gera það verða þær frábærir handboltaleikmenn innan nokkra ára.
 
Á morgun, laugardag, leika þær kl. 11:00 aftur gegn Fram.
 
Mörk ÍBV skoruðu:
Ester 9, Hekla 6, Anna María 5, Sæunn 4, Sonata 4, Hildur 2, Hanna Carla 2, Sædís 1 og Þóra Sif 1.
 
Birna stóð sig frábærlega í markinu og varði 18 skot þar af 3 víti.