Handbolti - ÍBV fyrst liða til að leggja Hauka að velli

28.jan.2005  23:56
Stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Hauka að velli í kvöld í DHL deild kvenna 30-27.  Eftir að staðan hafði verið 15-10 í hálfleik.  Okkar stelpur höfðu yfirhöndina allan leikinn og unnu sannfærandi og góðan sigur á Haukum.
 
Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn að miklum krafti og náðu að breyta stöðunni úr 3-3 í 10-3.  Eftir það var ekki aftur snúið.  Við leiddum síðan eins og áður sagði í hálfleik 15-10.
 
 
 
 
Haukastelpur náðu að minnka muninn í 19-18 í upphafi síðari hálfleiks, en nær komust þær ekki og okkar stelpur náðu að auka muninn í fjögur mörk 22-18. Síðan voru okkar stelpur búnar að klára leikinn er þær náðu sjö marka forystu 30-23.  Haukar náðu síðan að laga stöðu sína áður en leikurinn var úti með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins.  Úrslit leiksins urðu því eins og áður sagði 30-27.
 
Vörnin var að spila vel í leiknum og markvarslan var mjög góð.  Sóknin var ágæt og oft á tíðum að spila mjög skemmtilega.  Það vantaði aðeins upp á að ná að halda dampi allan leikinn bæði í vörn og sókn en það kemur vonandi þar sem þessi leikur boðaði birtu.  En við þurfum að halda áfram á sömu braut og laga það sem miður fór og koma ákveðin til leiks í hvern einasta leik.
 
 
Mörk ÍBV skoruðu:
Anastasia 8, Darinka 6, Zsofia 6/2, Eva 4/1, Alla 3/1, Guðbjörg 2 og Tatjana 1.
 
Florentina stóð sig vel í markinu og varði 20 skot þar af þrjú víti.
 
Mörk Hauka skoruðu:
Ragnhildur 7, Hanna 5, Björk 5, Ramune 4, Harpa 2, Erna 1, Áslaug 1, Inga Fríða 1 og Martha 1.