Handbolti - Eyjamenn, ætlum við að leggja stúlkunum lið í kvöld gegn Haukum

28.jan.2005  02:01
Í kvöld kl. 19:15 mæta stelpurnar okkar Haukum í DHL deild kvenna.  Þessi lið hafa um árin marga hildina háð og hafa leikir þessa liða verið gríðarlega skemmtilegir.  Haukar eru sem stendur efstar í deildinni og við verðum að leggja þær að velli í dag til að eiga möguleika að vinna Deildarmeistaratitlinn.
 
Eins og ávallt skiptir suðningur áhorfenda gríðarlega mikilvægu máli og við vonum að Eyjamenn fjölmenni í höllina í kvöld og leggi stelpunum lið í þessum leik.
 
Ef við eigum að eiga möguleika á Deildarmeistaratitlinum þurfum við sigur í kvöld þar sem við höfum tapað 6 stigum meir en Haukar til þessa.  Samt sem áður eigum við tvo innbyrðis leiki eftir og ef við vinnum þá báða getur allt gerst.
 
Við verðum því að vona að vel fari í kvöld þannig að stelpurnar eigi séns á þessum titli og standi vel að vígi fyrir úrslitakeppnina.