Handbolti - Stelpurnar í unglingaflokki lögðu HK í dag 34-31

08.jan.2005  22:15
Stelpurnar í unglingafl. unnu í dag góðan sigur á HK-2 34-31 eftir að jafnt hafði verið í hálfleik 15-15.  HK-2 byrjaði betur í leiknum og náði 5 marka forystu en með baráttu og skynsamari spilamennsku komust okkar stelpur inn í leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik voru það okkar stelpur sem voru sterkari aðilinn og leiddu allan hálfleikinn og lönduðu góðum 34-31 sigri.
 
Stelpurnar hafa sýnt það í vetur að með skynsömum leik og baráttu geta þær spilað mjög vel.  Þær hafa tekið miklum framförum og eiga eftir að verða enn betri þegar fer að vora. 
 
Það er bara vonandi að þær verði duglegar að æfa og séu tilbúnar að leggja það á sig sem þarf til að verða afreksmaður í íþróttum.  Þá geta allar þessar stelpur náð langt. 
 
 
Markaskorarar ÍBV voru:
Ester 12, Hekla 6, Sæunn 4, Hildur 4, Sonata 3, Nína 2, Sædís 2 og Anna María 1.
 
Hanna Karla stóð vaktina í markinu og stóð sig mjög vel.
 
Markaskorarar HK-2 voru:
Jóna 9, Helga Rut 7, Sylvia 6, Rut 5, Ásta Kristín 2, Ásdís 1 og Anna 1.