Handbolti - Það er ýmislegt hægt þó að við séum lítil og heimurinn stór

07.jan.2005  01:39

Stundum verður maður "húkt" á ákveðnum lögum eða frösum.  Þessa dagana er ég til að mynda nokkuð húkt á einni áramóta auglýsingu sem mér finnst tengjast nokkuð okkur í handknattleiksdeild ÍBV og okkur Eyjamönnum.  Ég er örlítið búinn að staðfæra hana með tilliti til okkar, verst er að maður verður bara að raula lagið undir þar sem textinn er enn betri við undirleik lagsins.

 En annars segir í auglýsingunni frá Baug Group m.a. með örlitlum breytingum af minni hálfu:

 "............Líklega erum við ekki að segja ykkur neinar fréttir en heimurinn er stór og fullur af stöðum sem eru allt, allt, öðruvísi en litla Ísland, meira að segja Færeyjar eru langt í burtu.................................. en þrátt fyrir að heimurinn sé stór og þrátt fyrir að samfélög fólks virðist við fyrstu sín vera mjög ólík, höfum við komist að þeirri niðurstöðu að við séum öll eiginlega allveg nákvæmlega eins.  Með samhentum hópi félagsmanna og leikmanna,  fagmennsku, frumkvæði og örlítillri íslenskri geðveikri höfum við komist að því að það er bara hægt að gera ýmislegt þó  að maður sé lítill og heimurinn svona stór. 

ÍBV-handknattleiksdeild,  
við framkvæmum       

                                                                                           

En það er nátturlega ekki hægt að ímynda sér auglýsinguna án þess að raula með laginu, "Vegir liggja til allra átta." (Ef ég man rétt, allavega þá er þetta yndislegt lag sem leikið er undir).

 Annað "húkt" dæmi hjá mér er eitt lag sem mér finnst best að heyra "live" á veftívi visir.is  og þá undir Skemmtun, tónlist og grín.

 En þar er til að mynda uppáhalds flutningur minn í langan tíma á "Traustum vini".  Það þarf nátturlega að taka vel undir til að njóta enn betur.  Þetta minnir mann á Dans á Rósum þegar þeir eru upp á sitt besta.

Ég vill því hvetja ykkur sem njótið þessa lags að hlusta á það og létta ykkur stundir og láta vel í sér heyra í enda lagsins.