Handbolti - 2. flokkur karla vann HK 39-34

07.jan.2005  23:42
Strákarnir í 2. flokkir áttu góðan leik í kvöld er þeir unnu HK 39-34 eftir að hafa leitt í hálfleik 19-18. 
 
Strákarnir leiddu allan leikinn og komust m.a. í 6 marka forystu í byrjun seinni hálfleik.  En þá tóku HK drengir sig á og náðu að minnka muninn í eitt mark 34-33 en lengra komust þeir ekki þar sem okkar strákar tóku sig á og náðu að innbyrða góðan sigur eins og áður sagði.
 
Markaskorarar ÍBV voru:
Leifur Jóhannesson 9, Benedikt Steingrímsson 7, Grétar Eyþórsson 7, Hilmar Björnsson 5, Baldvin Sigurbjörnsson 5, Magnús Sigurðsson 3 og Kári Kristjánsson 3.
 
Þorgisl Orri Jónsson stóð vaktina stóran hluta leiksins og varði nokkuð vel.  Þá lék Halldór Grímsson einnig töluvert og varði ágætlega.
 
Markaskorarar HK voru:
Sigurjón 7, Magnús 5, Jón 5, Ólafur 5, Hákon 5, Grétar 4 og Baldur 3 
 
Strákarnir leika síðan aftur við HK á morgun kl. 11:00.