Handbolti - Roland stendur sig vel með landsliðinu

06.jan.2005  05:35
Í gær lék íslenska landsliðið æfingaleik gegn Svíum og fór leikurinn fram í Svíðþjóð.  Íslenska liðið stóð sig vel en tapaði með einu marki 29-28, en í hálfleik var staðan 11-15 Ísland í vil.
 
Okkar maður Roland Eradze átti mjög góðan leik og varði 18 skot og var talinn besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum.