Handbolti - Eyjamenn, munið dósasöfnunina í dag, mánudag

03.jan.2005  01:47
Við vonum að Eyjamenn taki vel á móti okkar handboltafólki í dag er þau ganga í hús og safna dósum og flöskum til styrktar sínu starfi.
 
Okkar fólk mun ganga í hús á milli 18:00-20:00 í dag og það er von okkar að eins og áður verði Eyjamenn duglegir við að leggja okkur lið í þessari söfnun okkar.
 
Þau ykkar sem verða ekki viðlátin í dag eða vegna einhverja orsaka koma ekki sínum dósum eða flöskum til okkar.  Þá geta viðkomandi komið með dósir/flöskur í Týsheimilið eða haft samband við Valtý næstu daga í síma 698-2914 eða 481-2060 og við munum gera sem okkar stendur í valdi til að nálgast það hjá ykkur.