Handbolti - Tvö töp hjá Þorgils og félögum í gær

29.des.2004  11:12
Þorgils og félagar hans í 18 ára landsliðinu í handknattleik byrjuðu á því í gærmorgun að tapa fyrir úrvalsliði Saar-héraðs 20-24 á Hela Cup í Þýskalandi. Liðið var undir í hálfleik 8-12.
 
Okkar maður, Þogils Orri Jónsson varði 6 skot og Björn Friðþjófsson 9.

Markahæstir voru: Ernir Arnarsson með 6 mörk, Fannar Friðgeirsson 4, Sigfús Sigfússon 4, Elvar Friðriksson 3, Gunnar Harðarsson 2 og Magnús Einarsson 1.

Seinna um daginn töpuðu drengirnir fyrir Þjóðverjum 18-20. Liðið var undir í hálfleik 8-10.
 
Þorgils Orri Jónsson stóð sig ágætlega í þessum leik og varði 11 skot.

Markahæstir voru: Ernir Arnarsson með 7 mörk, Gunnar Harðarsson 5, Elvar Friðriksson 4 og Andri Stefánsson 2.

Síðar um daginn léku þeir gegn Sviss en við höfum ekki enn fengið úrslit í þeim leik en munum birta þau hér um leið og okkur þau berast.