Handbolti - Þorgils gerir það gott með landsliðinu

28.des.2004  11:45

Þorgils Orri Jónsson er að gera það mjög gott með U-86 landslið drengja í handknattleik.  Í gærkveldi sigraði landsliðið Austurríki 29-18 á Hela Cup í Þýskalandi eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-9.

Þorgils stóð sig mjög vel í markinu og varði 15 skot og Björn Friðþjófsson 5.

Markahæstir voru: Ernir Arnarsson með 5 mörk, Andri Stefánsson 5, Ingvar Árnason 4, Elvar Friðriksson 4, Gunnar Harðarsson 3, Magnús Einarsson 2, Rúnar Kárason 2, Ragnar Njálsson 2, Arnór Gunnarsson 1, Sigfús Sigfússon 1.

Í dag leikur liðið síðan 3 leiki, við Saar, Þýskaland og Sviss og á miðvikudaginn við Dani og Slóvaka. Einnig er leikið um sæti á miðvikudaginn.

Liðið kemur síðan til landsins á fimmtudaginn.

Þess má geta að með liðinu er einnig Jónas Már Fjeldsted aðstoðarþjálfari mfl. kvenna.  En hann er aðstoðarþjálfari landsliðsins.