Fótbolti - Líf í tuskunum um helgina

17.des.2004  14:11
-Húsnúmaerahappdrættið í kvöld-
-Vodkakúrinn í kvöld-
-súpudagur í getraunum á morgun-
-verðlaun í spurningakeppni á morgun-
 
Já já þó kalt sé á skerinu fagra þá látum við ekki segjast - í kvöld byrja allir á að kaupa sér miða í húsnúmerahappdrættinu svona rétt áður en þeir skella sér á vodkakúrinn í Höllinni. Svo er rétt að minna fólk á að á morgun laugardag er úrslitadagur í haustleik getraunafjörsins. Spennan er ógurleg og ljóst nú þegar að á einhverju heimili verður áramótarakettunum skotið upp snemma í ár! Ekki nóg með að það sé lokadagurinn heldur verður einnig boðið upp á súpu og brauð sem og jólakökur og jólaöl í Týsheimilinu á morgun, og eins og það væri ekki nóg þá stendur einnig til að tilkynna úrslitin í getraunaleiknum í fyrramálið, eða svona um hádegisbilið og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeirri keppni lýkur. Hvet fólk eindregið til að vera glatt um helgina taka vel á móti sölufólki og því ekki að skella sér á vodkakúrinn.
 
Góða helgi