Handbolti - Skemmtun út í gegn!

10.des.2004  22:59
Drengirnir okkar náðu tveimur mikilvægum stigum í kvöld, í leik sem var þrútinn spennu frá upphafi til enda. Þrátt fyrir að sóknarleikur liðsins hafi verið mjög slæmur tókst strákunum að vinna sigur á sterkum Valsmönnum. Varnarleikur liðsins og sérstaklega markvarsla var aftur á móti til fyrirmyndar og hef ég sjaldan eða aldrei séð aðra eins markvörslu og Roland sýndi í kvöld. Hann varði 31 skot í leiknum og komi í veg fyrir að Valsmenn náðu að stinga strákana okkar af.  
 
Valsmenn leiddu allan tímann og komust mest fimm mörkum yfir. Okkar menn gáfust samt aldrei upp og náðu að jafna leikinn í 19 -19  þegar um 10 mín voru eftir, þá kom slæmur kafli og Valsmenn náðu þriggja marka forystu að nýju. Baráttuglaðir Eyjamenn með góðum stuðningi áhorfenda náðu að jafna aftur á ótrúlegan hátt mínútu fyrir leikslok. KA menn voru full bráðir á sér og skutu yfir í næstu sókn og þegar um 40 sek voru eftir tók Erlingur leikhlé. Það var mikil stemning í höllinni og þeir áhorfendur sem höfðu misst trúnna fyrir aðeins örfáum mínútum síðan trúðu því að hið ómöglega gæti gerst.  Sóknin fór rólega af stað og virtist tíminn aldrei ætla að líða. Þegar fjórar sek voru eftir lyftir Tite sér upp og þrumar boltanum í fjærstöngina og inn. Það má með sanni segja að allt varð vitlaust. Eyjamenn fögnuðu en Valsmenn gengu hart að dómaranum og uppskáru tvö rauð spjöld fyrir vikið. Í raun áttaði ég mig ekki á því afhverju þeir kvörtuðu þar sem þetta var fullkomlega löglegt mark.
 
Það er ljóst að þetta lið getur náð langt í þessari keppni, en til þess þarf góðan stuðning áhorfenda.  Áhorfendur í kvöld stóðu sig þó vel en vonandi sjáum við fleiri á vellinum eftir áramót. Góður karakter og sigurvilji skilaði þessum stigum í kvöld og svo er bara að sjá hvort Erlingi og Kidda tekst að hrista leikmenn saman að nýju fyrir bikarleikinn í næstu viku.
 
Mörk ÍBV:
Tite Kalandze 8
Robert Bognar 7
Samúel Ívar Árnason 6/2
Davíð Þór Óskarsson 2/2
Sigurður Ari Stefánsson 1.

Varin skot: Roland Eradze 31/1.