Fótbolti - ÍBV í hörku riðli í deildarbikarnum

10.des.2004  14:20
Búið er að draga í riðla í Deildarbikarkeppni KSÍ en ÍBV er í riðli með Breiðablik, Grindavík, ÍA, Fylki, Val, Víkingi R. og Þór A.
Liðið er í A-deild 1. riðli.  ÍBV komst ekki áfram upp úr riðlinum í fyrra og róðurinn verður ekki léttari í ár svo vonandi verða strákarnir bara vel stemmdir þegar keppnin hefst.  KSÍ mun gefa út leikdaga síðar en við munum að sjálfsögðu greina frá dagskránni við fyrsta tækifæri hér á síðunni.