Fótbolti - Bjarni Hólm Aðalsteinsson skrifar undir 3 ára samning við ÍBV

08.des.2004  14:05
- Tvítugur Seyðfirðingur gengur í raðir ÍBV -
 
Fyrsti nýji leikmaðurinn hefur skrifað undir samning við ÍBV fyrir næstu leiktíð. Sá heitir Bjarni Hólm Aðalsteinsson og er ungur strákur frá Seyðisfirði. Hann er fæddur 1984 og lék í gegnum alla yngri flokkana með Huginn á Seyðisfirði en söðlaði um árið 2002 og gekk til liðs við kaupstaðarpésana í Fram.
Bjarni lék tæplega 30 leiki með Frömmurum í deild og bikar 2002 og 2003 en var leigður á heimaslóðir síðasta sumar og lék stórt hlutverk í því að koma Huginn Seyðisfirði upp um deild og í C-deild (3. deild).
Bjarni lék á sínum tíma 7 landsleiki fyrir U-17 og 5 leiki fyrir U-19 og skoraði í þeim 1 mark. Bjarni er varnar eða miðjumaður.
Við bjóðum Bjarna velkominn til ÍBV.