Berta valin á æfingar hjá U-15 KSÍ

14.feb.2020  12:54

Lúðvik Gunnarsson landsliðsþjálfari Íslands U-15 kvenna valdi í dag Bertu Sigursteinsdóttur í landsliðshóp sem kemur saman dagana 24.-26.febrúar n.k.
Berta hefur verið fastagestur í hópnum en í þetta sinn var skorið verulega niður og því ánægjulegt fyrir ÍBV að hún skuli vera valin áfram.  Berta á reyndar stutt að sækja hæfileika sína en móðir Bertu er Helga Björk Ólafsdóttir sem var fyrst kvenna til að vinna Fréttabikarinn þ.e efnilegasti leikmaður Vestmannaeyja í knattspyrnu.

ÍBV óskar Bertu innilega til hamingju með þennan árangur