U-19 ára markvörður Íslands til liðs við ÍBV

03.feb.2020  08:01

ÍBV og Valur hafa náð samkomulagi um að Auður Scheving landsliðsmarkvörður Íslands U-19  muni leika með ÍBV sem lánsmaður á komandi leiktímabili. 

Auður sem á að baki 20 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd tekur nú slaginn með ÍBV í Pepsí Max deildinni.

ÍBV bíður Auði innilega velkomna til félagsins.