ÍBV semur við leikmenn

03.feb.2020  07:51

Undanfarið hefur ÍBV samið við nokkra leikmenn um að leika með liðinu í sumar.
Þrjár landsliðskonur koma frá Lettlandi, Olga Sevcova framherji, Karlina Miksone miðjumaður og Eliza Spruntule varnarmaður.  Frá Frakklandi kemur Danielle Tolmais sóknar og miðjumaður en Danielle á að baki landsleik með B-landsliði Frakka.  Þá hefur þýski varnartengiliðurinn Hanna Kallmaier samið við félagið.
Birgitta Sól Vilbergsdóttir skrifaði undir nýjan samning en Birgitta Sól er að hefja sitt þriðja leiktímabil í eyjum en Birgitta Sól er uppalin í Ólafsvík en stundar nám og akademíu hér í eyjum.

ÍBV óskar leikmönnunum til hamingju með samningana og bíður þær velkomnar til félagsins