Kári Kristján Kristjánsson íþróttamaður Vestmannaeyja 2019

30.jan.2020  10:19

Clara Sigurðardóttir og Kristófer Tjörvi Einarsson íþróttamenn æskunnar 16-19 ára.

Helena Jónsdóttir íþróttamaður æskunnar 12-15 ára

Í gærkvöldi fór fram viðurkenningarhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja.

Okkar maður Kári Kristján Kristjánsson var þar útnefndur íþróttamaður ársins fyrir árið 2019. Clara Sigurðardóttir frá ÍBV íþróttafélagi ásamt Kristófer Tjörva Einarssyni voru íþróttamenn æskunnar 16-19 ára. Þá var Helena Jónsdóttir frá ÍBV íþróttafélagi kjörin íþróttamaður æskunnar í aldursflokknum 12-15 við óskum þeim öllum til hamingju með titlana.

Það voru einnig ýmsar viðurkenningar veittar en Íslandsmeistarar í handknattleik í 4. flokk kvenna eldra ár, 4. flokk kvenna yngra ár og 5. flokk kvenna fengu viðurkenningu ásamt landsliðsfólkinu okkar en félagið átti 16 leikmenn sem spiluðu með landsliðum ásamt fjórum þjálfurum sem stýrðu landsliðum. Íþróttabandalag Vestmannaeyja heiðraði einnig nokkra einstaklinga fyrir þeirra störf í þágu íþrótta í Eyjum með silfurmerki auk þess sem Dóra Björk var heiðruð fyrir sín störf sem framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags og Björgvin Eyjólfsson fékk viðurkenningu fyrir ómetanlegt starf í þágu íþróttanna.

Á myndunum eru þeir félagsmenn ÍBV íþróttafélags sem voru heiðraðir í gær.