Berta á æfingar hjá U-15 KSÍ

16.jan.2020  07:37

Lúðvik Gunnarsson landsliðsþjálfari U-15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi í dag Bertu Sigursteinsdóttur í æfingahóp er kemur saman í Skessunni Hafnarfirði 27.-29.janúar.

Fyrir utan hefðbundinna æfinga verða fundir þar sem þjáflarar fara yfir taktískan leik liðsins.

ÍBV óskar Bertu innilega til hamingju með þennan árangur