Fótbolti - Tvær frá ÍBV á æfingar hjá U-16 KSÍ

29.nóv.2019  08:21

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands U-16 í knattspyrnu valdi tvo leikmenn ÍBV í æfingahóp er kemur saman 11-13.des n.k. og æfir í Skessunni nýju stórglæsilegu knattspyrnuhúsi í Hafnarfirði.

Jörundur valdi þær Þóru Björgu Stefánsdóttur og Helenu Jónsdóttur frá ÍBV en þær voru einnig valdar síðast er hópurinn kom saman.  

Báðar vöktu þær athygli landsliðsþjálfara með vasklegri framgöngu á knattspyrnuvellinum í sumar sem varð til þess að þær hlutu náð fyrir augum landsliðsþjálfarans.

ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur