Fólkið í Dalnum

12.júl.2019  21:53

Í kvöld var myndin Fólkið Í Dalnum frumsýnd í Eyjabíó og er óhætt að mæla með þessari sýningu. Myndin sýnir margar hliðar hátíðarinnar og nær að ramma þessa frábæru hátíð inn. Allir unnendur Þjóðhátíðar þurfa að sjá myndina í bíó en myndin verður sýnd í Eyjabíó á morgun laugardag.

Skapti og Sighvatur innilega til hamingju með myndina og takk fyrir að halda utan um þessa merku heimild fyrir Þjóðhátíð í Eyjum. Eyjamenn til hamingju með myndina og sjáumst vonandi hress og kát í Herjólfsdal eftir þrjár vikur.

Myndin af þeim félögum var tekin í kvöld eftir að fulltrúar úr þjóðhátíðarnefnd höfðu fært þeim Þjóðhátíðar Kit með því allra helsta sem þeir félagar þurfa til að skemmta sér í Herjólfsdal fyrstu helgina í ágúst en síðustu árin hafa þeir eytt öllum sínum tíma í Herjólfsdal við tökur.