Nýr framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags

10.maí.2019  10:35

Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags hefur ráðið Hörð Orra Grettisson í starf framkvæmdastjóra félagsins. Hörður Orri er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík og er með meistaragráðu frá Aarhus School of Business. Hann hefur starfað sem forstöðumaður hagdeildar Ísfélags Vestmannaeyja undanfarin ár og sinnt trúnaðarstörfum á vegum ÍBV, m.a. í Þjóðhátíðarnefnd.

Hörður Orri er í sambúð með Ernu Dögg Sigurjónsdóttur og eiga þau saman þrjú börn.

Hörður Orri mun hefja strörf strax og verður Dóra Björk honum innan handar.

 

Fyrir hönd aðalstjórnar ÍBV,

Unnar Hólm Ólafsson og Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir