Clara slær landsleikjamet

27.mar.2019  14:03

Clara Sigurðardóttir mun í dag slá landsleikjamet hjá U-17 ára landsliðinu er hún mun leika sinn 26.landsleik.
Clara hefur gert 6 mörk í þessum leikjum og átt stoðsendingar í mörgum mörkum.
Clara er með landsliðinu á Ítalíu þar sem þær eru að leika í milliriðli EM og eiga góða möguleika að komast í lokakeppnina sjálfa.

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan árangur