Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka

03.jan.2019  10:18

Dagskrá

Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka verður á morgun föstudaginn 4. janúar kl. 19:00.

Gangan hefst við Hánna og verður gengið þaðan upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum.

Jólasveinar, tröll, álfar að ógleymdum Grýlu og Leppalúða mæta á svæðið, brenna á malarvellinum og glæsileg flugeldasýning í boði Vestmannaeyjabæjar.