Sólpallur við Týsheimilið

11.jún.2018  13:34

Framkvæmdir við nýjan sólpall við Týsheimilið eru í fullum gangi og verður pallurinn vonandi eitthvað í notkun hjá okkur á TM mótinu sem hefst á miðvikudaginn. ÍBV íþróttafélag fékk úthlutað styrk úr sjóðnum ,,Viltu hafa áhrif" til framkvæmda við pallinn, viljum við nota þetta tækifæri og þakka Vestmannaeyjabæ fyrir þeirra framlag því annars hefði ekki verið hægt að fara í þessa framkvæmd.

Allir iðkendur á TM mótinu mæta til Eyja á morgun þriðjudag og mun því íbúafjöldinn hækka hjá okkur um 30% fram á föstudagskvöld.

Allar upplýsingar um mótið er hægt að finna á síðunni okkar tmmotid.is